Sálfræði, tæknin og manneskjan

Óttar G. Birgisson, PhD

Fyrirlestrar í boði

Fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrirlestra sem eru í boði og er tími fyrirlesturs til viðmiðunnar en sjálfsagt er að lengja og stytta eftir þörfum og hafa með eða án umræðna í framhaldi. Einnig er hægt að óska eftir sérsniðnum fyrirlestrum, vinnustofum og fræðsluerindum.

Tæknin og sálfræðin
Að líða vel í stafrænum heimi 20–40 mín

Í þessum fyrirlestri er fjallað um hvernig stafrænt umhverfi (snjallsímar, samfélagsmiðlar, tölvur og stöðug tenging) mótar hugsun, hegðun og tilfinningalíf okkar. Farið er yfir nýjustu rannsóknir um tengsl tækninnar við svefn, einbeitingu, tengsl, hreyfingu og geðheilsu, bæði meðal barna, ungmenna og fullorðinna.

Þátttakendur fá innsýn í hvað rannsóknir raunverulega sýna um áhrif skjátíma og netsamskipta á okkur, og hvernig við getum greint á milli skaðlegra og uppbyggilegra notkunnar.

Að lokum eru kynntar hagnýtar leiðir til að skapa heilbrigðari jafnvægi í stafrænum heimi, bæði á heimilum, í skólum og á vinnustöðum.

Fyrirlesturinn hentar vel fyrir foreldra, kennara, stjórnendur og aðra sem vilja skilja betur hvernig tækni hefur áhrif á daglegt líf og hvernig við getum nýtt hana til góðs.

Vinnustaðir og vellíðan
Heilsuefling á vinnustöðum 30–60 mín

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig hægt er að efla bæði andlega og líkamlega heilsu starfsmanna með einföldum og markvissum aðgerðum. Farið er yfir hvað rannsóknir sýna um áhrif streitu, svefns, hreyfingar og vinnumenningar á líðan og frammistöðu.

Lögð er áhersla á að minnka líkur á kulnun, styrkja teymisandann og skapa vinnuumhverfi sem styður við einbeitingu, vellíðan og árangur til lengri tíma. Þátttakendur fá hagnýtar hugmyndir sem auðvelt er að innleiða strax – bæði fyrir einstaklinga og stjórnendur.

Streita og streitustjórnun 20–60 mín

Í fyrirlestrinum er fjallað um hvað streita er í raun og veru, hvernig hún birtist í líkama og huga og hvaða þættir hafa áhrif á viðbrögð okkar við álagi. Farið er yfir lífeðlisfræðina á bak við streituna og hvernig hún getur bæði verið nytsamleg og skaðleg eftir samhengi.

Þátttakendur fá kynningu á helstu hugrænum og atferlislegum aðferðum til að draga úr neikvæðum áhrifum streitu, ásamt einföldum og hagnýtum æfingum sem nýtast í daglegu lífi og þá bæði í vinnu og einkalífi.

Uppeldi, skólar og ungmenni
Ungmenni í stafrænum heimi 30–60 mín

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig snjalltæki, samfélagsmiðlar og netmenning hafa mótað líf og samskipti ungmenna. Farið er yfir helstu rannsóknir um tengsl skjátíma við svefn, einbeitingu, sjálfsmynd og geðheilsu, með áherslu á hvað raunverulega skiptir máli.

Rætt er hvernig foreldrar, kennarar og aðrir fullorðnir geta stutt börn og ungmenni í að þróa heilbrigðari tengsl við tæknina án óþarfa hræðsluáróðurs. Þátttakendur fá hagnýtar leiðir til að efla sjálfsvitund, jafnvægi og ábyrgð í stafrænum heimi.

Geðheilsa unglinga 30–60 mín

Í þessum fyrirlestri er fjallað um helstu þætti sem hafa áhrif á geðheilsu unglinga í dag og hvernig við getum stutt við jákvæða þróun hennar. Rætt er um algengar áskoranir á borð við kvíða, þunglyndi, svefnvanda og sjálfsmynd, auk þess hvernig breytt samfélag og stafrænt umhverfi hafa áhrif á líðan ungs fólks.

Lögð er áhersla á hlutverk foreldra, skóla og samfélags í að skapa umhverfi sem stuðlar að öryggi, sjálfstrausti og seiglu. Þátttakendur fá hagnýtar hugmyndir um hvernig hægt er að bregðast við vanda af hlýju, skilningi og raunhæfum aðgerðum.

Rannsóknir, gagnavinnsla og tölfræði
Tengsl netsamskipta og geðheilsu: Nýjustu rannsóknir 30–60 mín

Fyrirlesturinn fjallar um nýjustu niðurstöður rannsókna á tengslum netsamskipta, samfélagsmiðlanotkunar og geðheilsu ungmenna með sérstakri áherslu á íslenskar rannsóknir. Skoðað er hvernig breytileiki í notkun, innihald og samhengi netsamskipta hefur áhrif á líðan og hvernig niðurstöður úr rannsóknum má túlka á ábyrgan og gagnrýninn hátt.

Rætt er um hvernig þessar niðurstöður geta nýst í stefnumótun, menntun og klínísku starfi, og hvernig við getum betur greint á milli áhættuþátta og verndandi þátta í stafrænum heimi. Fyrirlesturinn hentar sérstaklega fræðafólki, kennurum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna með ungmennum eða rannsaka áhrif tækni á heilsu og velferð.

Grunnatriði í tölfræði 30–60 mín

Léttur og aðgengilegur fyrirlestur sem brýtur tölfræði niður í einföld og skiljanleg atriði. Farið er yfir hvernig tölfræði getur hjálpað okkur að skilja gögn, greina mynstur og taka betri ákvarðanir í starfi og námi.

Áherslan er á að sjá tölfræði sem gagnlegt, hagnýtt og jafnvel skemmtilegt verkfæri fremur en flókið fræðisvið. Þátttakendur fá dæmi og hugmyndir að því hvernig nota má tölfræði á skapandi og árangursríkan hátt – án þess að kafa djúpt í formúlur eða tæknilegar útfærslur.

Hægt er að óska eftir ítarlegri eða sérsniðinni yfirferð eftir kunnáttu og þörfum hópsins.

Grunnatriði í Jamovi fyrir stjórnendur 30–60 mín

Hagnýtur og aðgengilegur fyrirlestur um hvernig nýta má ókeypis tölfræðiforritið Jamovi til að vinna með og skilja gögn á einfaldan hátt. Farið er yfir hvernig greina má niðurstöður, setja þær fram á skýran og sjónrænan hátt og nota þær til að styðja við stefnumótun, skipulag og ákvarðanatöku.

Áhersla er á hagnýta notkun, raunhæf dæmi og að byggja upp sjálfstraust til að nýta tölfræðilega innsýn í daglegu starfi – án þess að þurfa sérfræðimenntun í tölfræði eða forritun.

Sérsniðin fræðsla í tölfræði Samkomulag

Vinnustofur eða markviss fræðsla sniðin að ykkar eigin gögnum, verkefnum og markmiðum. Hægt er að leggja áherslu á allt frá einfaldri lýsandi tölfræði og myndræna framsetningu niðurstaðna til flóknari tölfræðilíkana og túlkun þeirra.

Fræðslan er hönnuð í nánu samráði við þátttakendur til að tryggja að hún nýtist beint í daglegt starf og auki bæði skilning og færni í að vinna með gögn á árangursríkan hátt.

Klínísk sálfræði
Þunglyndi: Að sjá merkin og stíga fyrstu skrefin 30–60 mín

Fyrirlesturinn fjallar um einkenni, orsakir og meðferðarleiðir við þunglyndi með áherslu á aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Farið er yfir hvernig hugsanir, hegðun og líðan tengjast og hvernig hægt er að vinna markvisst að breytingum með hagnýtum og aðgengilegum aðferðum.

Þátttakendur fá skýra mynd af því hvernig þunglyndi birtist í daglegu lífi og hvaða leiðir hafa sýnt árangur í rannsóknum og klínísku starfi. Fyrirlesturinn er sérsniðinn að markhópi og getur því hentað fjölbreyttum hópum (t.d. fagfólk á heilbrigðissviði, kennara eða almenning).

Kvíði í daglegu lífi 30–60 mín

Fyrirlesturinn fjallar um eðli kvíða, algeng einkenni og hvernig við getum unnið með kvíða á uppbyggilegan hátt í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að skilja tengsl hugsana, líkamlegra viðbragða og hegðunar, og hvernig hægt er að brjóta vítahring kvíðans með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM).

Þátttakendur fá hagnýtar leiðir til að draga úr áhrifum kvíða, efla sjálfsvitund og styrkja seiglu. Fyrirlesturinn er sérsniðinn að markhópi – hvort sem um er að ræða fagfólk, foreldra, kennara eða almenning.

Streita í allri sinni mynd 30–60 mín

Fyrirlesturinn fjallar um streitu frá mismunandi sjónarhornum: Líkamlegum, sálrænum og félagslegum og hvernig hún hefur áhrif á líðan og frammistöðu í lífi og starfi. Þátttakendur læra að greina merki streitu og skilja muninn á gagnlegri og skaðlegri streitu.

Lögð er áhersla á hagnýtar aðferðir og verkfæri til streitustjórnunar sem nýtast strax í daglegu lífi, bæði í vinnu og einkalífi. Markmiðið er að efla sjálfsvitund, jafnvægi og getu til að bregðast við álagi á heilsusamlegan hátt.

Reiði og reiðistjórnun 30–60 mín

Fyrirlesturinn fjallar um eðli reiði, hvernig hún birtist í hugsunum, líkamsviðbrögðum og hegðun, og hvaða merki gefa til kynna að hún sé að ná yfirhöndinni. Þátttakendur læra að þekkja eigin viðvörunarbjöllur og beita aðferðum sem hjálpa til við að stýra reiði á uppbyggilegan og virðandi hátt.

Lögð er áhersla á að sjá reiði sem eðlilega og mikilvæga tilfinningu sem hægt er að vinna með á jákvæðan hátt, frekar en eitthvað sem þarf að bæla niður. Fyrirlesturinn veitir hagnýt verkfæri sem nýtast bæði í samskiptum, vinnu og daglegu lífi.

Geðrækt fyrir almenning – HAM aðferðir 30–60 mín

Léttur og hagnýtur fyrirlestur um hvernig nota má aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) til að efla daglega líðan og andlega heilsu. Farið er yfir hvernig hugsanir, hegðun og líðan tengjast og hvernig litlar, markvissar breytingar geta haft stór áhrif til lengri tíma.

Þátttakendur fá einföld, vísindalega studd verkfæri til að styrkja jákvæðni, draga úr neikvæðum hugsanamynstrum og auka vellíðan í daglegu lífi. Fyrirlesturinn hentar öllum sem vilja læra aðferðir sem byggja á rannsóknum en eru samt aðgengilegar og framkvæmanlegar..

Aðrir fyrirlestrar
Einmanaleiki 20–30 mín

Hvað er einmanaleiki? Af hverju er hann að aukast og hvað getum við gert?

Hvernig bóka ég?

Um mig